Kyrrðarstund gefur gull í mund

COVER_GOTT_light.png
 

Kærkominn griðastaður

Vertu hjartanlega velkomin/n í Kyrrðarjóga.

Hér inni á þessari síðu finnurðu ýmis konar fróðleik um heilsufarslegan ávinning þess að stunda hugleiðslu og djúpslökun. Hornsteinar Kyrrðarjóga eru einmitt hugleiðsla, djúpslökun, öndunaræfingar og tónheilun. 

Streita og hraði er einkennandi fyrir okkar lífstíl í dag og því getur Kyrrðarjóga verið kærkominn griðarstaður í dagsins önn. Allir geta stundað hugleiðslu og mikilvægt er að hver og einn finni sína leið og gefi sér andrými. 

Við viljum því gjarnan hjálpa þér að taka fyrsta skrefið inn í þennan töfraheim með því að bjóða þér að hlusta á leiddar hugleiðslur sem eru aðgengilegar hér.  

Kærar kveðjur,
Laufey og Rebekka,
hjúkrunarfræðingar og jógakennarar 

 
favicon_KJ.png
 
 
 
GONGSTERS.png

“Mikilvægt að deila okkar reynslu”

Kyrrðarjóga varð til á vegferð okkar að bættri heilsu og aukinni vellíðan. Við fundum okkar leið tilbaka í gegnum jóga og hugleiðslu og okkur finnst mikilvægt að deila því með samferðafólki okkar.

 
KJ_icon.png
 

Hugleiðslur

Við bjóðum þér hér upp á þrjár mismunandi hugleiðslur svo að þú getir upplifað Kyrrðarjóga hvar og hvenær sem er. Veldu stað þar sem þú getur verið í næði, komdu þér fyrir í þægilegri sitjandi eða liggjandi stöðu og njóttu þess að hlusta á okkur leiða þig inn í kyrrðina.

 
Ég byrjaði að stunda Kyrrðarjóga fyrir ári síðan og það er eitt af því besta sem ég geri fyrir sjálfa mig. Í amstri hversdagsleikans er svo gott að gefa sér tíma til að róa hugann og tengjast sínum innri kjarna. Kyrrðarjóga hjálpar mér að auka einbeitinguna og halda innri ró við öll þau ólíku verkefni sem ég er að fást við.
— Sigríður Björnsdóttir, Læknir
SAVASANA_good.jpg
#block-f315054b093d0024a197